Fara í efni  

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Ljósmynd frá opnun sýningarinnar Saga líknandi handa sem fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands…
Ljósmynd frá opnun sýningarinnar Saga líknandi handa sem fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands á síðasta ári.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa nú opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Á heimasíðu SSV kemur fram að sjóðurinn veitir verkefnastyrki á sviði menningar, stofn- og rekstrarstyrki menningarmála og styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Verkefnastyrkjum á sviði menningar ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum menningarmála er úthlutað einu sinni á ári í mars og styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna er úthlutað tvisvar á ári.

Umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. febrúar næstkomandi og er stefnt að því að fulltrúar frá SSV verði með viðveru á Akranesi fyrir þann tíma til þess að aðstoða umsækjendur með umsóknir og fleira. Dagsetning verður nánar auglýst síðar. 

Nánari upplýsingar varðandi umsóknir um menningartengd verkefni veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2313 eða í tölvupósti á netfangið menning@vesturland.is og varðandi atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki veitir Ólafur Sveinsson í síma 433-2312 eða í tölvupósti á netfangið olisv@ssv.is.

Verklags- og úthlutunarreglur ásamt umsóknareyðublaði er hægt að skoða hér á heimasíðu SSV.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00