Fara í efni  

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Vitarnir á Breið.
Vitarnir á Breið.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýstu nýlega eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands sem kemur í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Styrkir úr sjóðnum eru veittir í eftirfarandi verkefni:

  • Til atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Til verkefna á sviði menningar
  • Til stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála

Á árinu 2015 verður aðeins ein úthlutun fyrir annars vegar verkefni á sviði menningar og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála en úthlutun styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar verður aftur síðar á árinu.

Starfsmenn SSV verða á Akranesi þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi á Kaffihúsinu Skökkinni frá kl. 11-14.00

Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2015. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á heimasíðu SSV.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00