Fara í efni  

Auglýst eftir rekstraraðila í flóasiglingar

Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður auglýsa eftir rekstraraðila til að taka að sér tilraunaverkefni um beinar siglingar ferju á milli Reykjavíkur og Akraness. Hugmyndir sveitarfélaganna eru þær að á samningstímabilinu sjái rekstraraðili um reglulegar siglingar fyrir á bilinu 50-200 farþega, að lágmarki tvisvar sinnum á dag fram og til baka á milli Akraness og Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að báturinn nái að sigla leiðina á 30-45 mínútum þannig að vel fari um farþega þrátt fyrir sjólag. Ekki er gert ráð fyrir flutningi á vélknúnum farartækjum í þessu verkefni.

Markmið tilraunaverkefnisins er að kanna rekstrargrundvöll reglulegra bátsferða á milli sveitarfélaganna. Rekstraraðili þarf því að gera ráð fyrir því að safna upplýsingum m.a. um samsetningu farþega og aðra tengda rekstrarþætti á fyrirhuguðu samningstímabili.

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, utbod@reykjavik.is frá kl. 09:00 þann 17. mars 2017.

Fyrirspurnarfrestur rennur út þann 21. mars 2017 kl. 15:00. Opnunartími tilboða er fyrirhugaður 28. mars 2017.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00