Fara í efni  

Auglýst eftir áhugasömum aðila til að byggja upp gróðrarstöð við Þjóðveg á Akranesi

Garðalundur
Garðalundur

Akraneskaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila til að byggja upp gróðrarstöð á lóð við Þjóðveg 15 og 15B sem er landsvæði við hitaveitutanka Akraneskaupstaðar. 

Við val á rekstraraðila verður litið til eftirfarandi þátta:

  • Menntun í garðplöntuframleiðslu og ræktun gróðurs
  • Lýsing á því hvernig svæðið verður byggt upp
  • Að fjármögnun sé tryggð
  • Tíma- og verkáætlun

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2016 og skal skila inn umsóknum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða með tölvupósti á akranes@akranes.is. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í síma 433-1000.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00