Fara í efni  

Auglýsing um skipulag Skógarhverfis áfangi 3A og Garðalundar-Lækjarbotna

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti 20. júlí sl. að auglýsa eftirtaldar skipulagstillögur í samræmi við 31. og 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.:

Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017

Breytingin felst m.a. í stækkun Skógarhverfis, þannig að íbúðarsvæði stækkar til norðurs. Íþróttasvæði við Skógarhverfi er breytt í útivistarsvæði. Tjaldsvæði við Garðalund verður útivistarsvæði. Garðalundur er minnkaður og miðast við gömlu skógræktarmörkin. Gert er ráð fyrir nýrri tengingu við Akrafjallsveg (þjóðveg) norðan Skógarhverfis. Svæði fyrir verslun og þjónustu (hótelreitur) er fellt út og verður útivistarsvæði. Stígakerfi er lagað að breyttum mörkum Skógarhverfis.

Deiliskipulag Skógarhverfis, áfangi 3A

Skipulagið markast af stofnanalóð (skólalóð) að Asparskógum 25 til vesturs, raðhúsalóðum við Álfalund, Fjólulund og Akralund til suðurs og óbyggðu svæði (framtíðarbyggð) til norðurs. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir þéttri byggð einbýlis- og raðhúsa á einni til tveim hæðum. Gert er ráð fyrir svæði með vatnsfarvegi sem er liður í ofanvatnslausnum og nýtist sem útivistarsvæði.

Deiliskipulag Garðalundar - Lækjarbotna

Deiliskipulagssvæðið tekur yfir Garðalund, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness (Þverkelda og Lækjarbotnar) ásamt skógræktarsvæði í Klapparholti og liggur að mörkum Skógahverfis. Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir afmörkun skógræktar og opinna svæða, aðkomu ökutækja, bílastæðum, stígakerfi, tengslum við aðliggjandi svæði, leiksvæðum, matjurtargörðum, núverandi og fyrirhuguðum byggingum. Við gildistöku nýs deiliskipulags verður deiliskipulag Garðalundar frá 2010 fellt úr gildi.

Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi, og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 4. september til og með 20. október 2020.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til 20. október 2020. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A sem birtist í Skessuhorni 26. ágúst og Póstinum 27. ágúst 2020 fellur úr gildi.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00