Fara í efni  

Bókun bæjarráðs vegna breytinga á sóttvarnarreglum

Á fundi bæjarráðs þann 25. mars 2021 var fjallað um breytingu á reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og er bókun bæjarráðs eftirfarandi:  

Vegna sóttvarnaraðgerða yfirvalda vegna farsóttar, óskar Akraneskaupstaður þess að þeir foreldrar leikskólabarna sem eiga þess nokkurn kost, haldi börnum sínum heima og komi ekki með þau í leikskólana meðan hertar samkomutakmarkanir gilda, sem er til fyrsta apríl næstkomandi. Foreldrum verða endurgreidd leikskólagjöld sbr. framangreint hafi viðkomandi tilkynnt leikskólanum um slíka ráðstöfun fyrirfram. Frístundastarf sveitarfélagsins fyrir börn á skólaaldri fellur niður meðan á samkomutakmörkunum stendur og þá gjöld fyrir sama tímabil.

Þess skal getið að bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, ásamt öðrum bæjar- og sveitarstjórum á Vesturlandi, hefur í samskiptum við sóttvarnarlækni Vesturlands áréttað mikilvægi þess að forgangsröðun bólusetninga sé endurskoðuð í ljósi eðlisbreytingu á COVID-19 faraldrinum sem getur haft mun viðameiri áhrif á starfsemi leikskóla og skipað starfsfólki leikskólanna í hóp annars framlínufólks. Sóttvarnalæknir hefur tekið undir þessi sjónarmið og tekið málið áfram innan sóttvarnaryfirvalda/stjórnsýslunnar. Þessum áherslum hefur einnig verið komið á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00