Fara í efni  

Álagning fasteignagjalda ársins 2016

Álagningu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2016 er nú lokið. Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga verða póstlagðir næstu daga. Það er Akraneskaupstaður sem annast álagningu á fasteignaskatti, lóðarleigu og sorphirðugjaldi og Orkuveita Reykjavíkur sem annast álagningu og innheimtu vatns- og fráveitugjalds. Gjalddagar fasteignagjalda sem eru umfram kr. 15.000 fyrir árið 2016 eru 15. hvers mánaðar frá janúar til og með október. Gjalddagi fasteignagjalda sem eru undir kr. 15.000 er 15. apríl. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Álagningarseðlar verða sendir til íbúðareigenda fæddra 1947 og eldri en aðrir geta nálgast þá á vef Ísland.is. Til að skrá aðgang þarf að nota Íslykil sem sótt er um hér eða nota rafræn skilríki.  

  1. Velja skal efst til hægri á vefsíðunni: ,,mínar síður" og ,,innskrá"
  2. Þegar komið er inn á ,,þína síðu" birtist pósthólf þar sem smellt er á ,,skjöl frá opinberum aðilum"  en þar birtist álagningarseðil 2016.

Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti á s.l. ári, fá til bráðabirgða sambærilega lækkun á árinu 2016 þar til álagning skatta vegna tekna ársins 2015 liggur fyrir. Verður þá afslátturinn endanlega ákvarðaður m.v. reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Allar breytingar verða tilkynntar bréflega. Ekki þarf að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi eigi lögheimili á Akranesi og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. b-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Bæjarstjórn ákveður tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2016. Þegar ákvörðunin liggur fyrir mun hún verða birt á hér á vef Akraneskaupstaðar.

Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir fjárreiðudeild Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 eða með tölvupósti á netfangið akranes@akranes.is. Hægt að óska eftir því að fá álagningarseðil sendan í tölvupósti eða bréfpósti og skal þá einnig hafa samband við fjárreiðudeild. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00