Fara í efni  

Akratorg tilnefnt til Menningarverðlauna DV

Akratorg í öllum sínum litum 16. október sl.
Akratorg í öllum sínum litum 16. október sl.

Landmótun sem er teiknistofa landslagsarkitekta og verkfræðistofan Verkís fengu nýlega Íslensku lýsingarverðlaunin fyrir Akratorg og nú hefur Landmótun verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV í flokknum Arkitektúr. Menningarverðlaunin verða afhent þriðjudaginn 24. mars næstkomandi í Iðnó og alls eru 45 verkefni tilnefnd í níu flokkum, þar af fimm í flokknum Arkitektúr. Hin verkefnin eru Hverfisgata 71a frá Studio Granda, Hús í Árborg frá PK arkitektum, Hæg breytileg átt sem er rannsóknarverkefni um borgarumhverfi og íbúðagerð og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ frá A2F arkitektum.

Til viðbótar við menningarverðlaunin mun forseti Íslands veita heiðursverðlaun og einnig verða lesendaverðlaun dv.is veitt en hægt er að fara inn á vefinn og kjósa það verkefni sem lesendum lýst best á. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00