Akratorg tendrað gulum lit
Í tilefni af 70 ára afmæli Íþróttabandalags Akraness verður Akratorg tendrað í gulum lit næstu tvo mánuði. ÍA var stofnað þann 3. febrúar 1946. Haldið verður upp á afmælið allt þetta ár.
Um Íþróttabandalag Akraness (fengið af heimasíðu ÍA)
ÍA var stofnað þann 3. febrúar árið 1946 af knattspyrnufélögunum KA og Kára. Fyrsti formaður þess var Þorgeir Ibsen. ÍA tók við af Íþróttaráði Akraness sem var stofnað af sömu félögum árið 1934. Árið 1946 var ár mikilla framfara í íþróttastarfsemi á Akranesi. Í lok þess árs var íþróttahúsið við Laugarbraut tekið í notkun, það breytti allri aðstöðu við iðkun íþrótta. Þá er ákveðið að taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks í knattspyrnu. Fyrst í stað var nafn Íþróttabandalags Akraness skammstafað ÍBA. Því var breytt skömmu síðar í ÍA, þar sem Íþróttabandalag Akureyrar var með sömu skammstöfun. Þá gerðist það árið 1946, að Akurnesingar hlutu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil, er 2. flokkur vann frækinn sigur á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Á þessum 70 árum hefur íþróttastarf á Akranesi vaxið og dafnað, ÍA unnið fjölda meistaratitla í hinum ýmsu íþróttagreinum, átt Ólympíufara og íþróttamenn ársins á Íslandi. Aðildarfélög ÍA er 18 talsins og iðkendur um 2.500. ÍA mun fagna þessum tímamótum með ýmsum hætti á þessu ári og horfir björtum augum til framtíðar.
Akraneskaupstaður sendir ÍA innilegar hamingjuóskir með afmælið.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember