Fara í efni  

Akraneskaupstaður styður uppbyggingu reiðhallar hjá Hestamannafélaginu Dreyra

Þann 1. maí síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing milli Akraneskaupstaðar og Hestamannafélagsins Dreyra um byggingu reiðskemmu á Æðarodda. Mannvirkið sem um ræðir verður alls 1.125 m2 að stærð, á einni hæð og ætlað til iðkunar hestaíþrótta, þ.e. þjálfunar, kennslu og keppni. Akraneskaupstað gefst einnig tækifæri á að nýta mannvirkið án endurgjalds til skipulags frístundastarfs á vegum bæjarins. Akraneskaupstaður fjármagnar uppbyggingu á reiðskemmunni í gegnum fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. sem er í 100% eigu bæjarins. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að hámarksframlag bæjarins getur aldrei orðið meira en 60 m.kr.

Mikil ánægja og tilhlökkun er með Dreyramanna um væntanlega framkvæmd en vonast er eftir því að reiðskemman verði tekin í notkun á næsta ári. 

 Frá undirritun viljayfirlýsingar Frá undirritun viljayfirlýsingar


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00