Fara í efni  

Akraneskaupstaður skilar inn húsnæðisáætlun fyrir árið 2023

Á fundi bæjarstjórnar þann 10. janúar s.l. var samþykkt Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar 2023. Hlutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila miðað við mismunandi sviðsmyndir varðandi íbúafjölgun. Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna. 

 

Húsnæðisáætlunum sveitarfélaga er skilað árlega til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) stafrænt og á stöðluðu formi bæði til að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra og ekki síður til að auðvelda samanburð milli sveitarfélaga. Samanburðarhæfar húsnæðisáætlanir bæta yfirsýn yfir stöðu og horfur á húsnæðismarkaði. Með aukinni stafrænni stjórnsýslu á sviði húsnæðis- og byggingarmála má gera ráð fyrir að íbúðaspá muni á næstu árum eflast og þar munu húsnæðisáætlanir verða mikilvægasta tæki stjórnvalda til að taka ákvarðanir sem snúa að húsnæðismarkaði.

 

Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar árið 2023 er aðgengileg hér að neðan.

Húsnæðisáætlun 2023


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00