Fara í efni  

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í endurbætur á íþróttasal Íþróttahúsins á Vesturgötu

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í endurbætur á íþróttasal Íþróttahúsins á Vesturgötu.

Verkið felur í sér frágang innanhúss þar sem lofta- og veggjaklæðningar verða endurnýjaðar. Lagðar verða nýjar lagnir, loftræsing og raflagnir. Að auki verða gaflar salarins einangraðir að utan og klæddir.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá föstudeginum 8. mars 2024 í gegnum útboðsvef Akraneskaupstaðar, slóð https://akranes.ajoursystem.net/.

Tilboðum með umbeðnum gögnum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 27. mars 2024.

Fundargerð opnunarfundar tilboða verður send öllum bjóðendum.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu