Fara í efni  

Akraneskaupstaður hlýtur jafnlaunavottun

Forstöðumenn Akraneskaupstaðar fögnuðu þessum áfanga á forstöðumannafundi þann 18. mars síðastliðinn…
Forstöðumenn Akraneskaupstaðar fögnuðu þessum áfanga á forstöðumannafundi þann 18. mars síðastliðinn.

Akraneskaupstaður fékk staðfestingu á veitingu jafnlaunavottunnar þann 2. mars 2021 frá Versa vottun ehf. Jafnlaunakerfi hefur verið innleitt í alla starfsemi Akraneskaupstaðar en það er stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunum.

Versa vottun hefur heimild samkvæmt (2.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, til að staðfesta með úttekt sinni að jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins IST 85. Versa vottun er enn í faggildingarferli en hefur lokið svokölluðu skrifstofumati og einungis á eftir að ljúka svokölluðu vitnismati (e. witness assessment), þar sem matsaðili frá faggildingarsviði situr úttekt hjá Versa vottun og fylgist með framkvæmdinni. Jafnlaunastaðallinn tryggir fagleg vinnubrögð og fyrirbyggir beina og óbeina mismunum vegna kyns sem nýtist öllum stofnunum og fyrirtækjum. Jafnréttisstofa hefur veitt Akraneskaupstað heimild til að nota jafnlaunamerkið sem er birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Mikil vinna og metnaður hefur verið lögð í þessu vinnu og erum við hjá Akraneskaupstað ákaflega stolt af þessum merka áfanga" segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri en áfanganum var fagnað á forstöðumannafundi þann 18. mars sl.
 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00