Fara í efni  

Akraneskaupstaður hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Ljósmynd: Silla Páls
Ljósmynd: Silla Páls

Akraneskaupstaður hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, var haldin við hátíðlega athöfn á RÚV í gær, 12. október, í beinu streymi. Þar kynnti Elíza Reid viðurkenningarhafa og hlaut Akraneskaupstaður viðurkenningu annað árið í röð ásamt 10 öðrum sveitarfélögum, 22 stofnunum og 56 fyrirtækjum.

Jafnvægisvogin er hreyfiátaksverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og er viðurkenningin veitt fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Í ár voru 89 viðkenningarhafar úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um að jafna kynjahlutfall og er markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnunarlagi.

Í ár verða gróðursett 89 tré eitt fyrir hvern viðurkenningarhafa árið 2023 og verður þá búið að setja niður samtals 262 tré í Jafnréttislundinum á síðustu 4 árum. Það er markmið Jafnvægisvogarinnar að endurtaka þetta árlega og væri ánægjulegt að sjá hlíðina fyllast á næstu árum, með auknu jafnrétti.

Image preview


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00