Fara í efni  

Akraneskaupstaður auglýsir til sölu atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3

Um er að ræða atvinnuhúsnæði við Akraneshöfn samtals 94 m² að stærð. Húsnæðið er við endabil með sérinngangi og innkeyrsludyrum og er aðkoma að húsnæðinu mjög góð. Húsnæðið er hugsað fyrir hafnsækna starfsemi og er mjög snyrtilegt að innan.

Ásett verð er kr. 17,2 m.kr. en á húsnæðinu er svonefnd VSK kvöð að fjárhæð um 2 m.kr. sem bætist við kaupverðið. Nánari upplýsingar um eignina veitir Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. Tekin verður afstaða til tilboða í lok dags 27. maí 2019.

Nánari upplýsingar má finna hér


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00