Akraneskaupstaður auglýsir stöðu félagsráðgjafa
02.12.2025
Almennt - tilkynningar
Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir stöðu félagsráðgjafa í samþætta farsældar- og barnaverndarþjónustu. Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs. Leitað er eftir félagsráðgjafa með starfsréttindi í félagsráðgjöf eða aðra sambærilega háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hægt er að sækja um starfið hér.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hægt er að sækja um starfið hér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála.
- Bakvaktir í barnavernd.
- Greining á þjónustuþörfum barns og fjölskyldu þess.
- Veita ráðgjöf og upplýsingar um vernd barna og þjónustu í þágu farsældar barns.
- Bera ábyrgð á málstjórn í stuðningsteymum þar með talið ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu.
- Gerð og eftirfylgd meðferðar- og stuðningsáætlana sem og mat á árangri.
- Teymisvinna og samstarf við lykilstofnanir og hagsmunasamtök í málefnum barna.
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi innan sveitarfélagsins og utan þess.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda.
- Víðtæk þekking og reynsla af þjónustu við börn og fjölskyldur.
- Þekking og reynsla af vinnslu barnaverndarmála.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis er kostur.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf.
- Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
- Íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.
Athygli er vakin á því að starfið hentar öllum kynjum og eru öll hvött til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember





