Fara í efni  

Akraneskaupstaður auglýsir lausar lóðir í Skógarhverfi

Akraneskaupstaður auglýsir hér með lausar lóðir til umsóknar í Skógarhverfi 3C. Um er að ræða tvær byggingarhæfar raðhúsalóðir við Skógarlund 17 og 19.

Breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 28. október 2025 breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 3C. Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóða hækkar í 0,50. Í samræmi við breytt skipulag eru lóðirnar nú auglýstar lausar til úthlutunar og er hægt að senda inn umsóknir í gegnum 300.akranes.is.

Lóðir í boði

  • Skógarlundur 17
    – Raðhúsalóð
    – Heimild fyrir 5 íbúðum
    – Lóðarstærð: 1.625,8 m²
    – Heimilað nýtingarhlutfall: 0,50

  • Skógarlundur 19
    – Raðhúsalóð
    – Heimild fyrir 5 íbúðum
    – Lóðarstærð: 1.625,8 m²
    – Heimilað nýtingarhlutfall: 0,50

Reglur um úthlutun

Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða.
Ef fleiri en einn umsækjandi sækir um sömu lóð verður dregið um úthlutun.

Umsóknir

  • Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2025.

  • Sótt er um rafrænt í gegnum www.300akranes.is við viðeigandi lóð.

  • Greiða þarf 200.000 kr. umsóknargjald, og skal afrit af greiðslukvittun fylgja umsókn.

Nánari upplýsingar

Allar frekari upplýsingar um lóðir, gjöld, umsóknir, skilmála og önnur tengd gögn má finna á lóðavef Akraneskaupstaðar: www.300akranes.is


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00