Fara í efni  

Akraneshöll - lokun á austurinngangi tímabundið

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka austurinngangi Akraneshallar (nær æfingasvæði) frá og með 5. desember til 15. janúar hið minnsta.

Iðkendur eru beðnir um að nota vesturinngang (nær íþróttahúsinu). Lokunin er gerð til að bæta öryggi vegfarenda sérstaklega gangandi og hjólandi sem sækja æfingar í Akraneshöll. Mikil umferð vinnutækja er núna í gegnum byggingasvæði nýs íþróttamannvirkis vegna fyllinga innan sökkla og umferð steypubíla. Gert er ráð fyrir að opna inngang aftur þegar umferð á bílastæðinu við Akraneshöll minnkar.

Bent er á að hægt er að nota malarbílastæði vestan við sundlaug. Einnig er fólki bent á að nota göngustíg sem hefur verið gerður milli æfingasvæðis og bílastæðis við Akraneshöll frekar en að ganga/hjóla yfir bílastæðið ef það á leið þar um.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00