Fara í efni  

Afmælishátíð ÍA

Laugardaginn 26. nóvember frá kl. 13-16 verður opið hús í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og munu aðildarfélög ÍA taka á móti gestum og kynna starfsemi sína. Eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna, m.a. verður hægt að:

 • Mæla skothraða
 • Prófa skotfimi
 • Spila badminton
 • Reyna sig í golfhermi
 • Spila boccia
 • Skjóta á körfu
 • Horfa á dans
 • Hoppa á loftdýnu
 • Máta karatebúnað
 • Spila keilu
 • Slá í boxpúða
 • Prófa klifurvegginn
 • Lyfta lóðum

Einnig mun Hörður Kári Jóhannesson vera með skoðunarferðir um húsið kl. 13:30, 14:30 og 15:30. Klukkan 14:00 mun ÍA kórinn syngja, Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri flytur ávarp og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir formaður ÍA setur afmælishátíðina.  Léttar veitingar verða í boði að því loknu.

Allir með gulir og glaðir og ekki gleyma að stilla á 95.0 - Útvarp Akranes.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00