Fara í efni  

Afleit veðurspá - tilkynning til íbúa á Akranesi

Björgunarsveit Akraness að störfum í nóvember 2013
Björgunarsveit Akraness að störfum í nóvember 2013

Fundur bæjarstjóra, sviðsstjóra og lögreglunnar á Vesturlandi fyrr í morgunRíkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Bæjaryfirvöld á Akranesi hvetja bæjarbúa til að huga að lausamunum vegna afleitrar veðurspár en spáð er ofsaveðri síðdegis og fram á morgundag. Á fundi bæjarstjóra í morgun með sviðsstjórum og fulltrúa lögreglunnar á Akranesi var farið yfir stöðu mála. Einnig var haft samráð við Björgunarfélagið á Akranesi en félagið hélt fund í gærkveldi til að fara yfir viðbragðsáætlanir. Vegagerðin hefur lagt til lokun helstu fjallvega og hættulegra vegarkafla og samkvæmt áætluninni  verður veginum við Kjalarnes lokað kl. 15.00 í dag. 

Eftirfarandi stofnanir loka fyrr í dag vegna veðurs:

 • Leikskólar loka kl. 16 í dag og er mælst til þess að foreldrar sæki börnin fyrir þann tíma. 
 • Grunnskólar loka kl. 16 í dag og er mælst til þess að foreldrar barna í skóladagvist sæki þau fyrir þann tíma. 
 • Tónlistarskólinn lokar kl. 16 og fellur þ.a.l. kennsla niður sem átti að fara fram eftir kl. 16. 
 • Íþróttastarf fellur niður frá og með kl. 17 í dag og verður íþróttamannvirkjum þá lokað. 
 • Frístundamiðstöðin Þorpið lokar einnig frá kl. 16.
 • Gámaþjónustan við Höfðasel lokar kl. 16 í dag. 

Bæjarbúar eru hvattir til að hafa eftirfarandi atriði í huga:

 • Huga að öllum lausamunum og setja bíla í bílskúra og bílskýli þar sem það á við.
 • Festa smábáta vel.
 • Vera á varðbergi vegna niðurfalla en spáð er hækkandi hitastigi og þ.a.l. gæti veðrið valdið flóðum í kjallara og í götum bæjarins. 
 • Í frostinu hafa einnig myndast  stór grýlukerti og geta þau valdið slysum falli þau niður.
 • Íbúar eru hvattir til þess að halda sig innandyra meðan að versti veðurhamurinn stendur yfir. 

Bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast með eftirfarandi síðum til frekari upplýsinga:

Neyðarnúmer lögreglunnar og björgunarfélagsins er 112.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00