Vinnuskólanum lokið þetta sumarið
Vinnuskólinn lauk starfsemi 14 ágúst. Alls sóttu 320 unglingar um vinnu í Vinnuskólanum í sumar. Þau unnu á mismunandi tímabilum yfir sumarið, en flest voru á fyrstu tímabilum. Starfseminni var skipt niður á 7 hverfi eða starfsstöðvar, þar sem hver hópur sá um ákveðin verkefni í hverju hverfi. En vinnan fólst aðallega í slætti og snyrtingu á stofnanalóðum, leiksvæðum og öðrum opnum svæðum í bænum. Veðrið í sumar var ekki spennandi til útivinnu og í slíkri rigningartíð ganga hlutirnir oft erfiðlegra fyrir sig.
Þá voru margir á vegum Vinnuskólans í vinnu hjá öðrum stofnunum bæjarins og íþróttafélögum. Í sumar var einnig starfræktur Listavinnuskóli, sem vann að ýmsum verkefnum tengdum listsköpun og fræðslu.
Í heild má segja að Vinnuskólinn hafi gengið vel þessa tvo mánuði þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið okkur hliðhollir.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember