Fara í efni  

Tónlistarnemanum Sigurjóni Jósef boðið að leika með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.

Framkvæmdastjórn Nótunnar óskar öllum þátttakendum í uppskerutónleikum Nótunnar um síðustu helgi innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og afraksturinn af því góða starfi sem unnið er í tónlistarskólum landsins! (Sjá frétt)

Oliver Kentish, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, hefur boðið fimm tónlistarnemum sem tóku þátt í konsert-tónleikum Nótunnar að koma fram sem einleikarar með hljómsveitinni næsta haust en að velja atriði úr svo flottum hópi var ekki létt verk!

Einn þessara tónlistarnema er, Sigurjón Jósef Magnússon frá Tónlistarskólanum á Akranesi, Sigurjón leikur á þverflautu og er nemandi Patrycju Szalkowicz.

Patrycja segir Sigurjón hafa gefið snemma til kynna að hann væri hæfileikum gæddur: 

,,Sigurjón Jósef Magnússon fæddist á Ísafirði 15. September árið 2005. Hann flutti á Skagann ásamt fjölskyldu sinni í maí 2016. Sama á hóf hann píanónám við tónlistarskólann á Akranesi og ári sienna hóf hann einnig nám hjá Patrycju Szalkowicz sem er viðurkenndur þverflautuleikari. Frá upphafi gaf Sigurjón til kynna að hann væri hæfileikaríkur og eftir því sem samstarf okkar þróaðist fór hann svo sannarlega fram úr öðrum nemendum hvað varðar þekkingu á hljóðfærinu sjálfu, æfingum, námstækni og þátttöku í alls kyns listviðburðum. Sigurjón tók first þátt í uppskeruhátíð nótunnar árið 2019 er búinn að taka þátt í henni síðan þá. Á þessu ári var Sigurjón valinn í að spila með sinfóníuhljómsveit áhugamanna ásamt fjórum öðrum nemendum sem tóku einnig þátt í nótunni".

Við óskum Sigurjóni innilega til hamingju! Hér fyrir neðan má sjá klippu af honum á æfingu í Tónlistarskólanum:


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00