Fara í efni  

Opið fyrir umsóknir menningarstyrkja 2025 - Framlengt til 9. desember

Mynd frá sýningu Helenu Guttormsdóttur /opinni vinnustofu Gutta á Vökudögum 2024.
Mynd frá sýningu Helenu Guttormsdóttur /opinni vinnustofu Gutta á Vökudögum 2024.

Akraneskaupstaður hefur opnað fyrir árlega styrkumsókn á sviði menningarmála fyrir árið 2025. Umsóknafrestur er til og með 5.desember 2024.

Hlutverk styrkjanna er að efla menningarlíf Akraneskaupstaðar í samræmi við núverandi menningarstefnu bæjarins. Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um hvort sem er einstaklingar, hópar, félög, stofnanir eða fyrirtæki.

Við mat og afgreiðslu styrkja verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarandann og okkar blómlegt menningarlíf. Hvetjum við umsækjendur til nýsköpunar og fögnum við öllum hugmyndum um samstarf.

Hagnýtar upplýsingar:

Upplýsingar um reglur vegna styrkumsókna á sviðið menningarmála má finna hér.

Menningarstefnu Akraneskaupstaðar 2018-2023 má lesa hér.

Umsóknarfrestur er til og með 9.desember 2024 og tekið er við umsóknum hér.

Nánari upplýsingar veitir Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningarmála á netfangi: mannlif@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00