Hátíðarsýning á Akratorgi
Akraneskaupstaður og Héraðsskjalasafn Akraness færa Akurnesingum hátíðarsýningu Ljósmyndasafns Akraness í jólapakkann í ár. Verið velkomin á þessa einstöku ljósmyndasýningu á Akratorgi.
Sýningin dregur upp lifandi mynd af hátíðarhaldi á Akranesi í gegnum tíðina, með fjölbreyttu úrvali mynda úr ýmsum áttum.
Ljósmyndirnar, sem spanna breitt tímabil, veita innsýn í sögu og menningu bæjarins yfir hátíðirnar.
Við hvetjum bæjarbúa til að gera sér ferð á Akratorg yfir hátíðirnar, skoða sýninguna og njóta þess að ferðast um tíma og upplifa hlýju og gleði fortíðarinnar.
Það er til dæmis tilvalið að skoða sýninguna þegar jólaljósin verða tendruð á laugardaginn 30. nóvember klukkan 17:00.
Sýningin var hönnuð af þeim Erlu Dís Sigurjónsdóttur Héraðsskjalaverði og Veru Líndal Guðnadóttir verkefnastjóra menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað. Sýningin er prentuð og sett upp af Topp útlit.
Á skiltunum má finna QR kóða sem vísar inn á Hátíðarsýninguna á Ljósmyndavefnum. Þar getur fólk séð frekari upplýsingar um myndefnið.
Siggi í áhaldahúsinu sá til þess að stöplarnir færu á sína staði.
Gleðilega hátíð.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember