Fara í efni  

Gott að eldast á Vesturlandi

fulltrúar sveitarfélaga, hjúkrunarheimila og HVE hittust til að samhæfa verklag og skiptast á skoðun…
fulltrúar sveitarfélaga, hjúkrunarheimila og HVE hittust til að samhæfa verklag og skiptast á skoðunum um útfærslu verkefnisins á Vesturlandi.

Aldurssamsetning þjóðarinnar breytist nú hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Sú vegferð er nú hafin undir heitinu Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti.

 

Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði.

Aðgerðaáætlunin byggist á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og viljayfirlýsingu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara um að auka samstarf varðandi málefni eldra fólks. Þverfaglegt samstarf félags- og heilbrigðisþjónustu er grundvallaratriði til að ná fram samlegðaráhrifum fagþekkingar á hvoru sviði fyrir sig og tryggja þannig betri þjónustu við stækkandi þjóðfélagshóp, m.a. með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni.

 

Óskað var eftir umsóknum í ákveðið þróunarverkefni og taka sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög þátt. Þessi sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir vinna að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.

Sveitarfélögin á Vesturlandi ásamt heilbrigðisstofnun Vesturlands voru meðal annars valin til að taka þátt í þróunarverkefninu.

Verkefnastjórn hefur starfað frá því í janúar 2024. Einnig hafa verið ráðnir tveir starfsmenn sem verkefnastjórar, einn frá sveitarfélögum og annar frá heilbrigðisstofnuninni.

 

Samhliða hefur verið ráðinn tengiráðgjafi, Laufey Jónsdóttir, sem hefur það hlutverk að vinna með hverju sveitarfélagi fyrir sig að efla félagslega virkni eldra fólks. Mun Laufey bjóða eldra fólk til fundar í hverju sveitarfélagi til að ræða væntingar þeirra og vilja til verkefnisins.

Hægt er að lesa aðgerðaráætlunina í heild sinni inna á slóðinni www.gottadeldast.is

Aðgengi að miðlægum upplýisingum fyrir eldra fólk er eitt af þeim verkefnum sem er langt komin. Með því að fara inn á síðuna https://island.is/flokkur/fjolskylda-og-velferd#efri-arin er hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar um réttindi, þjónustu og fræðsluefni til eldra fólks sem við hvetjum eldra fólk eindregið til að kynna sér.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00