Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Akraneskaupstaðar
Nýlega samþykkti Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem snýr einkum að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Lögin má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Bæjarstjórn Akraness lýsti sig reiðubúna til að endurskoða gjaldskrár sveitarfélagsins er snúa að börnum og barnafjölskyldum, þ.m.t. gjaldskrá mötuneyta grunnskóla.
Skólamáltíðir í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla verða gjaldfrjálsar skólaárið 2024-2025. Áfram er þó gert ráð fyrir að foreldrar sem þiggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir skrái börn sín í mataráskrift í gegnum Timian kerfið sem aðgengilegt er á heimsíðum grunnskólanna. Eitt helsta verkefnið við innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða er að stýra innkaupum og sporna við matarsóun. Það kallar á samstarf og ábyrgð allra hlutaðeigandi.
Akraneskaupstaður gerir ráð fyrir fjölgun nemenda í mataráskrift með tilkomu gjaldfrjálsra skólamáltíða. Það kallar á ýmsar breytingar og aðlögun í skólamötuneytunum. Ábyrg skráning nemenda í mataráskrift skiptir höfuð máli til að tryggja að framkvæmd og innleiðing gjaldfrjálsra skólamáltíða gangi sem allra best. Foreldrar grunnskólanemenda fá sendar nánari upplýsingar um tilhögun frá skólunum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember