Breytingar á verklagsreglum leikskóla á Akranesi í þágu barna og fjölskyldna.
Akraneskaupstaður hefur kynnt breytingar á verklagsreglum leikskóla sem miða að því að bæta starfsumhverfi, auka sveigjanleika og veita foreldrum tækifæri til að lækka leikskólagjöld verulega. Skóla- og frístundaráð hefur unnið náið með leikskólastjórum að útfærslu sem tekur mið af því að mæta þjóðfélagsbreytingum um styttingu vinnuviku starfsfólks með sem minnstri þjónustuskerðingu og fjölbreyttari afsláttarkjörum.
Fjölskylduvæn nálgun á vistunartíma
Í úttekt KPMG á mönnunarlíkani og rekstri leikskóla kemur fram að opnunartími leikskóla á Akranesi er almennt rýmri en gengur og gerist á landsvísu. Þá kemur jafnframt fram að tækifæri felist í því að endurskoða og stýra betur dvalartíma barna í leikskólum, þar sem í dag greiða margir foreldrar fyrir dvalartíma umfram hefðbundinn dagvinnutíma, án þess að nýta hann að fullu.
Til að nýta þetta tækifæri býður Akraneskaupstaður nú upp á nýtt þrepaskipt afsláttakerfi sem gerir foreldrum kleift að lækka dvalargjöld verulega ef vistunartími barns er styttur.
Dæmi um afsláttarleiðir sem foreldrar geta valið úr:
- 25% afsláttur ef dvalartími er 7 klst. á dag (35 klst./viku)
- 30% afsláttur ef dvalartími er 6,5 klst. á dag (32,5 klst./viku)
- 35% afsláttur ef dvalartími er 6 klst. á dag (30 klst./viku)
- 25% afsláttur ef vistun lýkur kl. 14:00 á föstudögum (38 klst./viku)
Við hvetjum foreldra til að skoða raunveruleg dæmi um afsláttarleiðirnar og frekari upplýsingar hér.
Aðrar breytingar og opnunartími
Leikskólarnir Akrasel, Garðasel og Teigasel verða með hefðbundinn opnunartíma frá kl. 07:45 til 16:15. Hægt verður að kaupa auka vistun frá kl. 07:30 / til 16:30 ef fimm eða fleiri óska eftir því. Á Vallarseli verður áfram möguleiki á auka vistun frá kl. 06:45. Greitt er fyrir hvert auka korter, fyrir kl. 8:00 og eftir kl. 16:00, 3.750 kr. á mánuði. Ekki er veittur afsláttur af því gjaldi.
Akraneskaupstaður leggur áherslu á að foreldrar kynni sér þessar breytingar vel og skoði hvort þau geti nýtt sér styttri vistunartíma og þar með lægri gjöld – án þess að það bitni á rútínu eða líðan barnsins.
Sameiginlegur safnskóli á skráningardögum
Skráningardagar verða með hefðbundnu sniði en þá verður aðeins einn leikskóli opinn. Foreldrar fá tilkynningu um hvaða skóla barnið mun sækja á skráningardögum eftir að skráningu lýkur.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember