Fara í efni  

20 menningarverkefni hljóta styrk frá Akraneskaupstað

Úthlutun menningarstyrkja var auglýst í desember 2023. Alls bárust 40 umsóknir og heildarumsóknarfjárhæðin voru kr. 30.393.050 kr en til úthlutunar voru kr. 3.520.000. Akraneskaupstaður þakkar fyrir áhugann og fjölda fjölbreyttra umsókna til menningartengdra verkefna.

Helmingur þeirra umsókna sem bárust hljóta styrk að þessu sinni úr menningarsjóði og þurfti því miður að hafna mörgum frambærilegum og áhugaverðum umsóknum. Við mat styrkumsókna var lagt sérstaka áherslu á að styðja við verkefni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarandann, hvetja til fjölbreyttrar listsköpunar, styðja við menningarlegt uppeldi og/eða auðga menningarlíf bæjarins. 

Menningar og safnanefnd úthlutar samtals 3.520.000 kr. til eftirfarandi 20 verkefna:
Leiklistarsmiðjur hjá Verkstæðinu menningarmiðstöð, Sara Blöndal - kr. 450.000.
Fræðslu og minningarsýning um Gutta, Helena Guttormsdóttir - kr. 300.000.
Leiksýning leiklistarklúbbsins Melló, Nemendafélag FVA - kr. 300.000.
Menningarstrætó, Listfélag Akraness - kr. 250.000.
Tónlistarsmiðja fyrir börn, Máfurinn tónlistarsmiðja - kr. 250.000.
Tónleikar með Írsku ívafi á Írskum dögum, Rokkland ehf - kr. 200.000.
Skaginn syngur inn jólin, Eigið fé ehf - kr. 200.000.
Hringiða, samsýning Listfélags Akraness - kr. 200.000.
Tónleikaröð, Kalman listfélag - kr. 200.000.
Akranes borðar saman, Sigríður Hrund - kr. 150.000.
Myndlistarsýning og bókaútgáfa, Tinna Royal - kr. 150.000.
Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga, Vilborg Bjarkadóttir - kr. 150.000.
Brá fér á Stjá, Barnabókaútgáfa, Guðný Sara - kr. 120.000.
Formæður myndlistarsýning, Edda Agnarsdóttir - kr. 100.000.
Kóramót eldriborgara, Félag eldriborgara á Akranesi - kr. 100.000.
Hlaðvarp Kellinga, Guðbjörg Árnadóttir - kr. 100.000.
Samsýning, Jaclyn Árnason - kr. 100.000.
Myndlistarsýning, Silja Sif - kr. 80.000.
Myndlistarsýning, Herdís (Illustradis) - kr. 80.000.
Fjöltyngd sögustund, Jessica Anne - kr. 40.000.

Við óskum öllum styrkhöfum innilega til hamingju og hlökkum mikið til þess að sjá verkefnin verða að veruleika.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00