Fara í efni  

Terra áfram þjónustuaðili í sorpmálum

Undirritaður hefur verið þjónustusamningur við Terra umhverfisþjónustu um þjónustu á sviði úrgangsmála næstu 6 árin. Terra bauð hagstæðasta tilboðið í útboði bæjarins sem opnað var í maí s.l. Um er að ræða sorphirðu frá heimilum á fjórum úrgangsflokkum (óflokkað, lífrænt, plast og pappi), rekstur á móttökustöð Gámu í Höfðaseli, sorphirðu frá stofnunum bæjarins og rekstur á grenndarstöðvum. Samningurinn tekur gildi fyrsta september n.k. Fyrir þann tíma verða komnar tunnur fyrir ofangreinda úrgangsflokka á öll heimili.

Myndin sýnir fulltrúa bæjarins og Terru eftir undirskrift sýna samstöðu um áframhaldandi gott samstarf í sorpmálum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00