Fara í efni  

Innritun barna í leikskóla fyrir haustið 2024 er lokið

Um miðjan mars fór fram innritun í leikskóla á Akranesi fyrir starfsárið 2024-2025.

Foreldrar barna fædd til og með 30.júní 2023 gafst færi á að sækja um fyrir börn sín og hefur þeim nú verið úthlutað leikskólapláss fyrir næsta skólaár.

Foreldrar vinsamlegast beðnir að staðfesta við leikskólastjóra séu þau ekki búin að því nú þegar.

Leikskólastjóri gefur einnig nánari upplýsingar um leikskólann, hvenær vistun getur átt sér stað og hvernig aðlögunartíma verður háttað.

Fyrirséð er umtalsverð og áframhaldandi fjölgun íbúa í bæjarfélaginu. 107 börn útskrifast úr leikskólum Akraneskaupstaðar í vor og miðað við uppgefin innritunaraldur má áætla að um 127 börn fái leikskólapláss í haust.

Til að mæta fjölgun leikskólabarna hefur bæjarráð fallist á að ráðist verði í byggingu tveggja lausra leikskóladeilda. Er það mat skóla- og frístundaráðs eftir samráð við leikskólastjóra að heppilegast sé fjölga deildum við leikskólann Teigasel. Þannig tekst að jafna fjölda leikskólaplássa í leikskólum bæjarins og koma betur til móts við óskir foreldra. Teigasel verður þá 5 deilda leikskóli, sem gefur aukin tækifæri í skipulagi og samsetningu barnahópa leikskólanna.

Foreldrar vinsamlegast beðnir að staðfesta vistun gegnum Völu séu þau ekki búin að því nú þegar.

Leikskólastjórar gefa nánari upplýsingar um leikskólana, hvenær vistun getur átt sér stað og hvernig aðlögunartíma verður háttað.

Akrasel - Anney Ágústsdóttir / akrasel@akrasel.is 

Garðasel - Ingunn Sveinsdóttir / gardasel@gardasel.is 

Teigasel - Íris G. Sigurðardóttir / teigasel@teigasel.is 

Vallarsel - Vilborg Valgeirsdóttir / vallarsel@vallarsel.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00