Akraneskaupstaður á Mannamóti 2024
Akraneskaupstaður lætur sig ekki vanta á Mannamóti - Markaðsstofu landshlutanna árið 2024, sem stendur yfir í dag fimmtudaginn 18. janúar milli 12-17 í Kórnum í Kópavogi.
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna.
Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.
Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.
Akraneskaupstaður er að þessu sinni með bás þar sem fjallað er um stórkostlegu þrennuna okkar Byggðarsafnið í Görðum, Akranesvita og Guðlaugu. Það eru þær Tinna Rós Þorsteinsdóttir (Tinna Royal) og Kristrún Sigurbjörnsdóttir (Krissa) sem standa vaktina, bjóða upp á appelsín með lakkrísröri og segja gestum og gangandi frá þessum skemmtilegu upplifunum og afþreyingu sem bæjarfélagið hefur uppá að bjóða.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember