Hoppland hér á Akranesi fékk góða heimsókn á dögunum þegar fréttamaður Íslands í dag, Bjarki Sigurðsson, kom í heimsókn. Tilefnið var fyrirhuguð æfinga- og keppnisferð Hopplandskrakka til Noregs.
Núna á laugardag, 13. september...
Klifurfélag Akraness var með opið hús í íþróttahúsinu á Vesturgötu um liðna helgi í tilefni þess að nýr og glæsilegur klifurveggur félagsins var þar formlega tekinn í notkun.
Knattspyrnufélag ÍA og leikskólar Akraneskaupstaðar hafa sameinað krafta sína í nýju tilraunarverkefni sem snýr að því að leikskólabörn geti stundað knattspyrnuæfingar á leikskólatíma. Verkefnið er í takt við áherslur Akrane...
Við upphaf nýs skólaárs var tekin ákvörðun um að vegna skólasunds í Jaðarsbakkalaug yrðu klefar fyrir almenning í vallarhúsinu á skólatíma, en sérklefar opnir fyrir þá sem þess þurfa.
Á mánudag verður skólasetning í grunnskólum Akraness eftir sumarfrí. Þá munu 114 börn hefja sína skólagöngu í fyrsta bekk, en samanlagður fjöldi nemenda í báðum grunnskólum er 1.159 - 693 í Grundaskóla og 463 í Brekkubæjarskóla.
Vinnuskólanum lauk fimmtudaginn 14. ágúst, en hann hófst 10. júní og hefur því verið starfandi í rúma 2 mánuði.
Yfir 300 unglingar störfuðu í Vinnuskólanum í sumar á mismunandi tímabilum við að fegra og snyrta bæinn. Þá star...
Foreldranámskeið Tengjumst í leik munu hefjast að nýju á leikskólum vikuna 2-5 september.
Námskeiðið hefur hlotið jákvæðar undirtektir foreldra á Akranesi á síðastliðnu skólaári. Efni námskeiðsins er byggt á áhrifaríkum lei...
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar.
Bæjarráð Akraneskaupstaðar krefst þess að ríkisstjórn Íslands geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga.
Í sumar hefur Listavinnuskólinn á Akranesi hafið göngu sína á ný, en verkefnið hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir skapandi störf ungs fólks í bæjarfélaginu. Með stuðningi úr Sóknaráætlun Vesturlands hefur Akraneskaupstaður frá árinu 2023 boðið upp á þetta metnaðarfulla sumarverkefni þar sem áhersla er lögð á listsköpun, sjálfstæða hugsun og samstarf kynslóða.
Fjölskylduhátíðin Írskir dagar fór fram dagana 2. – 7. júlí í blíðskaparveðri. Hátíðin var vel sótt af heimafólki, fráfluttu skagafólki og öðrum góðum gestum.
Hin tólf ára gamla Ísabella Rós frá Hvalfjarðarsveit hlaut þann heiður að vera valin rauðhærðasti Íslendingurinn á Írskum dögum sem fóru fram á Akranesi um helgina.
Ísabella, sem stundar nám í Heiðarskóla, hefur mikinn ...
Í tilefni af írskum dögum þá safnast íbúar saman í götugrill um allan bæ og skreyta umhverfið.
Þá er ástæða til að minna á nokkur atriði svo ekkert skyggi á skemmtilega samveru:
Sýna aðgát við skreytingar úr stiga, alltaf...
Akraneskaupstaður hefur kynnt breytingar á verklagsreglum leikskóla sem miða að því að bæta starfsumhverfi, auka sveigjanleika og veita foreldrum tækifæri til að lækka leikskólagjöld verulega.
Framundan er sumarið með öllum sínum ævintýrum. Í sumarfríi skólanna breytist dagskipulagið hjá börnunumokkar, ný verkefni taka við og gott er að hafa í huga að foreldraábyrgðin er upp í 18 ára aldur og fer ekki í sumarfrí.
G...
Það ríkir mikil eftirvænting á Akranesi. Í dag skrifuðu Akraneskaupstaðar og Laugar ehf. undir samning um opnun stórglæsilegrar World Class líkamsræktarstöðvar í bæjarfélaginu. Stefnt er að því að opna stöðina um mánaðamót s...
Í þessu metnaðarfulla þróunarverkefni er lögð áhersla á að endurvekja þessi sögufrægu mannvirki sem fjölbreytt rými sem þjónar íbúum, styður við mannlíf og heiðrar arfleifð svæðisins.
Hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga fóru fram á Akranesi í dag.
Fjallkona Akraneskaupstaðar í ár er Sigríður Eiríksdóttir.
Sigríður fæddist í febrúar á lýðveldisárinu 1944, foreldrar Sigríðar voru Eirík...
1416. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í Miðjunni að Dalbraut 4, þriðjudaginn 10. júní kl. 17. Dagskrá fundarins og hlekk á streymið má finna hér að neðan.
Akraneskaupstaður kvaddi í gær tvær afar dýrmætar starfskonur sem hafa skilað ómetanlegu framlagi til samfélagsins okkar – þær Laufey Jónsdóttur og Arnbjörgu Stefánsdóttur.
Laufey Jónsdóttir hefur starfað fyrir Akraneskaupstað ...
Ungmennaráð Akraness hefur frá upphafi tekið þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag og fengu þau tækifæri til að miðla þeirra upplifun og mati á því hvernig verkefnið hefur gengið og haft áhrif á börn og ungmenni í bænum okk...
Dagforeldrar starfa sjálfstætt, en í samstarfi við sveitarfélagið sem hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra ásamt því að sjá um ráðgjöf og upplýsingar.
Breytt áætlun er á leið 57 á Menningarnótt hjá Strætó. Í stað ferðar frá Mjódd kl. 20.00 verður farið frá biðstöðinni við Skúlagötu kl. 22.40 með viðkomu í Mjódd á leið til Akraness.
Það kostar í þessa ferð en ...
Föstudaginn 8.ágúst er stefnt á að malbika Akrafjallsveg á milli Akrafjallsvegar og Innnesvegar. Kaflinn er um 850 m að lengd og verður veginum lokað á meðan framkvæmdum stendur.
Markviss uppbygging í íbúðarhúsnæði hefur verið í forgrunni hjá Akraneskaupstað undanfarin ár. Akraneskaupstaður hefur markvisst stefnt að því að tryggja nægilegt framboð af lóðum bæði til íbúðabyggðar og atvinnuuppbyggingar.