Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

256. fundur 02. desember 2025 kl. 15:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaður - endurskoðun

2510014

Endurskoðun á reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar hefur staðið yfir og voru drög síðast lögð fyrir velferðar- og mannréttindaráð þann 1. október sl. þar sem fram komu ábendingar sem starfsfólki var falið að vinna áfram.



Þeirri vinnu er nú lokið og drögin lögð fram að nýju.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði.

2.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.

2505217

Fastur fundarliður velferðar- og mannréttindaráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.
Lagt fram.

3.Fundargerðir 2025 - notendaráð um málefni fatlaðs fólks

2501031

24., 25. og 26. fundargerðir notendaráðs frá 05.11.25, 19.11.25 og 25.11.25 lagðar fram.
Lagt fram.

4.Heilsuefling fatlaðs fólks

2501132

Velferðar- og mannréttinaráð tók málið fyrir á fundi sínum 19. ágúst síðastliðinn og vísaði málinu þá til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2026.



Framkvæmdastjóri ÍA sótti um styrk í Hvatasjóð til að stuðla heilsueflingu fullorðinna fatlaðra. Sótt var um 2,2 milljónir, en samþykktur var styrkur upp á 1 millj. króna. Til að hefja verkefnið þyrfti að koma á móti framlag frá Akraneskaupstað.

Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt sé að stuðla að heilsueflingu fullorðins fatlaðs fólks, enda samræmist það markmiðum heildarstefnu Akraneskaupstaðar um farsælt samfélag og samningi um heilsueflandi samfélag þar sem meðal annars er lögð áhersla á jöfnuð til heilsu.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir verkefnið sem tilraunaverkefni til eins árs og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026 en leggur mikla áherslu á að verkefninu verði fundinn farvegur til framtíðar.

5.Heilsuefling eldra fólks

2402299

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs 4. nóvember sl. voru til skoðunar mismunandi sviðsmyndir um áframhald verkefnisins "Sprækir Skagamenn". Ráðið fól starfsmönnum sviðsins að þróa tillögurnar áfram og leggja fram að nýju.
Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt sé að stuðla að heilsueflingu eldra fólks, enda samræmist það markmiðum heildarstefnu Akraneskaupstaðar um farsælt samfélag og samningi um heilsueflandi samfélag þar sem meðal annars er lögð áhersla á jöfnuð til heilsu.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að veittur verði styrkur til ÍA að upphæð 7.7 millj. kr. fyrir árið 2026 og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00