Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Stýrikerfi gatnalýsingar - undirbúningur
2504151
Lagður fram samningur um uppsetningu og kaup á stýrikerfi fyrir gatna- og stígalýsingu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkomna tillögu og felur umhverifsstjóra að ganga frá samningi við Rafal um uppsetningu stýrikerfis fyrir gatna- og stígalýsingu.
2.Kross L198194 og Krossland Eystra L205470 - Breyting á aðalskipulagi - Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 1362 2025
2512051
Umsagnarbeiðni vegna breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar, Kross og Krosslands eystra lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn.
3.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa - Ferðaþjónusta Kalmansvík
2512071
Fyrirspurn um nýtt skipulag í Kalmnansvík, óskað er eftir að fá að setja upp smáhýsi á lóð Vogar Kalmansvík 2 fyrir ferðaþjónust. Húsin gætu verið 13, gert er ráð fyrir bílastæðum á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, í tillögunni felst breyting á Aðalskipulagi Akraness ásamt vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Einnig þarf að skoða aðkomu að svæðinu og veitutengingar.
Fundi slitið - kl. 16:50.





