Fara í efni  

Bæjarráð

3613. fundur 11. desember 2025 kl. 08:15 - 13:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Þjóðarleikvangur framtíðarinnar

2512073

Fulltrúar Golfsambands Íslands koma á fund bæjarráðs til að kynna hugmyndir varðandi stofnun Þjóðarleikvangs framtíðarinnar og mögulegt samstarf við Akraneskaupstað vegna þessa.

Einnig sitja fundinn fulltrúar Golfklúbbsins Leynis og Íþróttabandalags ÍA.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn og afar áhugaverða og fræðandi kynningu.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skóla- og frístundaráðs.

Samþykkt 3:0

Gestir víkja af fundi.

2.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss

2506125

Málið hefur verið til úrvinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Hróðmar Halldórsson formaður GL og Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri GL sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.



Bæjarráð þakkar fulltrúum GL fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir að málið komi fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður þann 18. desember nk.

Samþykkt 3:0

Gestir víkja af fundi.

3.Mánaðayfirlit 2025

2503064

Mánaðayfirlit janúar - október 2025.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.



Lagt fram.

Bæjarráð fagnar að yfirlitið vegna tímabilsins janúar til og með október 2025 ber með sér að tekjur eru umfram áætlun, launaútgjöld eru undir áætlun og uppgreiðslu skammtímalána er lokið.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

4.Fyrirspurn um kaup á Suðurgötu 57 og lóð Suðurgötu 47.

2510186

Málið var tekið fyrir þann 4. desember 2025 og gert ráð fyrir áframhaldandi úrvinnslu þess.

Siguður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 5 og nr. 6.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir að málið komi fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður þann 18. desember nk.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

5.Samstarf sveitarfélaga - kostir og gallar

2510081

Hvalfjarðarsveit afgreiddi erindi Akraneskaupstaðar með neikvæðum hætti á fundi sínum nr. 432 þann 26. nóvember 2025 sbr. dagskrárlið nr. 8.

Bæjarráð brást við afgreiðslunni með bókun á fundi sínum þann 27. nóvember 2025 og óskaði eftir að tiltekin vinna yrði unnin af sviðsstjórum.

Hildigunnar Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs, Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð telur tilefni til, sbr. boðað frumvarp innviðaráðherra um breytingar á sveitarstjórnarlögum, að taka upp nýja nálgun í samningagerð við önnur sveitarfélög og snúa að Akraneskaupstað sem þjónustuveitanda. Samningar verði yfirfarðir út frá gildandi sveitarstjórnarlögum og hvort þeir uppfylli ekki örugglega form og efni. Jafnframt verði horft með skýrari hætti á svokalla raunkostnaðarreglu í samstarfinu og þannig undirbúin næstu skref komi boðuð lagasetning innviðaráðhetta fram sem frumvarp. Sú nálgun gildir þá auðvitað almennt um samstarf Akraneskaupstaðar við önnur sveitarfélög og tekur því jafnframt til þess er Akraneskaupstaður er þjónustukaupandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjórum frekari úrvinnnslu málsins.

Samþykkt 3:0

6.Hvalfjarðarsveit - þjónustusamningur við Akraneskaupstað vegna bókasafns

2512079

Samskipti hafa verið á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um gerð þjónustusamnings á milli sveitarfélaganna um aðgengi íbúa Hvalfjarðarsveitar að Bókasafni Akraness.

Samkvæmt bókasafnslögum nr. 150/2012 er sveitarfélögum skylt að halda úti þjónustu almenningsbókasafns fyrir íbúa sína. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá bókasafninu er töluverður fjöldi íbúa Hvalfjarðarsveitar með gild bókasafnskort á Akranesi og í samskiptum á milli embættismanna sveitarfélaganna hefur komið fram að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar óski eftir nánari skýringum á því hvað eigi að felast í slíkum samningi og á hvaða grundvelli hann yrði gerður.
Bæjarráð telur rétt, eðlilegt og sanngjarnt að formgerður verði þjónustusamningur milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar á grundvelli sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og bókasafnslaga nr. 150/2012 um aðgengi íbúa Hvalfjarðarsveitar að Bókasafni Akraness en lögbundið er hverju sveitarfélagi að halda úti slíkri þjónustu.

Bæjarráð telur rétt að til grundvallar við verðlagningu þjónustunnar á árinu 2026 verði lagður rekstrarkostnaður bókasafnsins á árinu 2025 að viðbættum tilteknum umsýslukostnaði sem fellur alltaf til við rekstur einstaka rekstrareininga.

Til grundvallar kostnaðarskiptingu leggur bæjarráð til að horft verði til fyrirkomulags er varðar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og Byggðasafnsins í Görðum og er 90/10 (Akraneskaupstaður/Hvalfjarðarsveit). Það hlutfall er nálægt því hlutfalli sem gildir um stærðamun sveitarfélaganna, þ.e. fjöldi íbúa í Hvalfjarðarsveit er um 10% af fjölda íbúa Akraneskaupstaðar. Fyrirliggjandi upplýsingar um virka bókasafnskorthafa eftir lögheimilisskráningu styðja þessa framsetningu. Tillaga bæjarráðs er því að kostnaðarskipting þjónustunnar verði 90/10 (Akraneskaupstaður/Hvalfjarðarsveit) og að endanlegt kostnaðaruppgjör fari svo fram í lok hvers árs miðað við fyrirliggjandi rekstrarkostnað ársins.

Bæjarráð vekur athygli á því að framangreind tillaga gerir ekki ráð fyrir að Hvalfjarðarsveit greiði fjárfestingakostnað vegna uppbyggingar aðstöðunnar nema að mjög litlu leyti í formi innri leigu.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og að koma niðurstöðunni á framfæri við Hvalfjarðarsveit. Gert er ráð fyrir að útgáfa nýrra bókasafnskorta á árinu 2026 taki mið af þessari meginreglu.

Samþykkt 3:0

7.Beiðni um umsögn - Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 562025 - frestur til 16.12.2025

2512046

Beiðni um umsögn vegna endurskoðunar stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00