Fara í efni  

Bæjarstjórn

1421. fundur 28. október 2025 kl. 17:00 - 17:15 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Breyting á deiliskipulagi Skógahverfis 3C - Skógarlundur 17 og 19

2510122

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi í Skógahverfi, áfanga 3C, þannig að nýtingarhlutfall á raðhúsalóðum Skógarlundi 17 og 19 verði lækkað í 0,5. Breytingarnar eru gerðar til að mæta þörfum markaðarins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á deiliskipulagi í Skógahverfi, áfanga 3C, þannig að nýtingarhlutfall á raðhúsalóðum Skógarlundi 17 og 19 verði lækkað í 0,5.

Samþykkt 9:0

2.Umsókn til skipulagsfulltrúa - Breyting á deiliskipulagi Smiðjuvellir 12-22

2510131

Sótt er um að breyta deiliskipulagi Smiðjuvalla. Í breytingunni felst að auka íbúðafjölda frá 266 og upp að 268, breytingar á greinagerð um svalaganga og sérafnotareita á jarðhæð verða 4m frá húsi í stað 3m. Breyting er gerð á byggingarreit atvinnuhúsnæðis, annað er óbreytt.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12 - 22 sem felst í að auka íbúðafjölda um tvær, úr 266 í 268, breytingu á greinargerð um svalaganga og sérafnotareita á jarðhæð sem verða 4m frá húsi í stað 3m og breyting a byggingarreit atvinnuhúsnæðis.

Samþykkt 8:0, GIG var ekki í sal við atkvæðagreiðsluna.

3.Suðurgata 18 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2509020

Umsókn um að stækka lóð að Suðurgötu 18. Sótt er um stækkun lóðar í suður, í átt að Akursbraut, lóðin er í dag 441,5 fm. og verður eftir stækkun 475,9 fm.

Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2012. fyrir Suðurgötu 16 og 20.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytt skipulag sem grenndarkynnt var skv. 43. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr 123/2010 verði samþykkt og send á Skipulagsstofnun og í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar er varða lóð að Suðurgötu 18, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Breytingin felst í stækkun lóðarinnar í suðurátt, að Akursbraut, lóðin fyrir breytingu er 441,5 fm. en verður 475,9 fm. eftir stækkun.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

4.Smiðjuvellir 15 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2508001

Umsókn lóðarhafa Smiðjuvalla 15 um stækkun á lóð í átt að Akranesvegi. Samkvæmt uppdrætti frá Ask Arkitektum dagsettum 05.09.25 felst að núverandi lóð er 11.351,7 fm. en verður 12.233,2 fm., heildarstækkun nemur 871,5 fm. til norðurs. Bílastæðum fjölgar um 40 á lóð.

Erindið var grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. fyrir Smiðjuvöllum 9 og 17.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytt skipulag sem grenndarkynnt var skv. 43. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr 123/2010 verði samþykkt og send á Skipulagsstofnun og í B-deild stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar er varðar lóð að Smiðjuvöllum 15, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Breytingin felst í stækkun lóðarinnar í átt að Akranesvegi. Stækkun lóðarinnar nemur um 871,5 fm. til norðurs, heildarstækkun lóðarinnar er 881,8 fm., úr 11.351,7 fm. í 12.233,2 fm. og bílastæðum fjölgar um 40 á lóðinni.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á Lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2025 - bæjarráð

2501002

3605. fundargerð bæjarráð frá 16. október 2025.

3606. fundargerð bæjarráðs frá 23. október 2025.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2025 - velferðar- og mannréttindaráð

2501003

253. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 22. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2025 - skóla- og frístundaráð

2501004

271. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 22. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2025 - skipulags- og umhverfisráð

2501005

335. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 22. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2025 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2501025

198. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 13. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2501029

986. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00