Nýárstónleikar 3.janúar í Bíóhöllinni
Tónleikar og sýningar
Hvenær
3. janúar kl. 20:00-22:00
Hvar
Bíóhöllin á Akranesi
Verð
8.000
Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélag Akraness verða með glæsilega nýárstónleika í Bíóhöllinni laugardaginn 3. janúar kl. 20.00
Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélag Akraness bjóða til glæsilegra nýárstónleika í Bíóhöllinni laugardaginn 3. janúar kl. 20.00, þar sem gleði, glæsileiki og einstök tónlistarupplifun verða í forgrunni.
Tónleikarnir marka hátíðlegt upphaf nýs árs og lofa frábæru kvöldi.
Á tónleikunum koma fram fjórir af fremstu einsöngvurum landsins: Bjarni Thor Kristinsson, Björg Þórhallsdóttir, Elmar Gilbertsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Hvert þeirra hefur um árabil glatt áheyrendur með framúrskarandi söng og hrífandi sviðsframkomu.
Kór Akraneskirkju nýtur liðsinnis hljómsveitarinnar Salon Islandus og konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir.
Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson
Miðasala á Nýárstónleikana fer fram á tix.is og einnig í Versluninni Bjargi





