Fara í efni  

Bæjarstjórn

1423. fundur 25. nóvember 2025 kl. 17:00 - 18:20 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Samræmd móttaka flóttafólks- Samningur 2026

2511029

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember 2025 viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2026 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók: KHS.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka við þjónustusamning um samræmda mótttöku flóttafólks vegna ársins 2026.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs frá fundi ráðsins þann 13. nóvember 2025 og leggur áherslu á að ráðuneytið viðhafi raunverulegt samráð við hlutaðeigandi sveitarfélög vegna áforma stjórnvalda um breytt fyrirkomulag á móttöku flóttafólks.

Þá krefst bæjarstjórn þess að stjórnvöld tryggi áfram veitingu fjármagns til hlutaðeigandi sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði vegna þessa mikilvæga verkefnis.

Samþykkt 9:0

2.Sundabraut og Akranes - Umsögn um umhverfismatsskýrslu

2403242

Óskað var eftir umsögn Akraneskaupstaðar um umhverfismatsskýrslu Sundabrautar og skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar var falið að vinna drög að umsögn.

Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða umsögn skipulagsfulltrúa vegna umhverfismatsskýrslu Sundabrautar.
Til máls tók: LL.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa sem umsögn bæjarstjórnar um umhverfismatsskýrslu Sundabrautar.

Samþykkt 9:0

3.Elínarvegur 13A - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2507080

Umsókn barst um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis. Sótt er um að færa byggingarreit Elínarvegs 13A um 2 m nær lóðarmörkum. Einnig er óskað eftir heimild til að leyfa íbúðarhúsnæði á suðurhluta lóðarinnar. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Elínarvegi 13 og 15B og Akurprýði 5 og 7.

Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Tekið hefur verið mið af athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins og hefur uppdrátturinn verið uppfærður í samræmi við það. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis vegna Elínarvegs 13A, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

4.Breyting á deiliskipulagi Akurshóls

2511084

Breyting á deiliskipulagi Akurshóls í samræmi við aðalskipulag Akraness 2021-2033. Við endurskoðun aðalskipulags var fallið frá fyrri áformum um ferðaþjónustu með gistiskálum á svæðinu, sem hefur nú verið skilgreint sem opið svæði (OP-110). Engin sérákvæði voru sett um svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði tekin sem óveruleg, með vísan til 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku:
EBr og KHS.

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Akurshóls, sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag Akraness 2021 - 2033. Breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2025 - bæjarráð

2501002

3609. fundargerð bæjarráðs frá 13. nóvember 2025.

3610. fundargerð bæjarráðs frá 20. nóvember 2025.
Til máls tóku:
LL um fundargerð nr. 3609, dagskrárliði nr. 1, nr. 4 og nr. 6.
LL um fundargerð nr. 3610, dagskrárliði nr. 1, nr. 3, nr. 4 og nr. 8 og nr. 10.
RBS um fundargerð nr. 3609, dagskrárlið. nr. 6.
RBS um fundargerð nr. 3610, dagskrárliði nr. 1, nr. 6 og nr. 7.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2025 - velferðar- og mannréttindaráð

2501003

255. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. nóvember 2025.
Til máls tók:
KHS um dagskrárlið nr. 2 og nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2025 - skóla- og frístundaráð

2501004

273. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 19. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2025 - skipulags- og umhverfisráð

2501005

337. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2025 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2501023

165. fundargerð stjórnar Höfða frá 17. nóvember 2025.

Fundargerð undirbúningsnefndar um stækkun Höfða.
Til máls tók:
EBr um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2025 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2501025

199. fundagerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 17. nóvember 2025.

Árskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins.

Fjárhagsáætlun 2026 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Til máls tók:
KHS um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2025 - Faxaflóahafnir

2501024

259. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 22. ágúst 2025.

260. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 26. september 2025.

261. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 6. október 2025.

262. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 7. nóvember 2025.
Til máls tóku:
GIG um fundargerð nr. 259, dagskrárlið nr. 5.
GIG um fundargerð nr. 260, dagskrárlið nr. 1.
KHS um fundargerð nr. 259, dagskrárlið nr. 5.
RBS um fundargerð nr. 259, dagskrárlið nr. 7.
GIG um fundargerð nr. 259, dagskrárlið nr. 7.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2025 - Orkuveita Reykjavíkur

2501028

366. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 30. júní 2025.

367. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. ágúst 2025.
Til máls tók:
VLJ úr stóli forseta um skil fundargerðar almennt sem hann ásamt Akraneskaupstað hefur ítrekað gert athugasemdir um hve seint þær skila sér.
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 367, dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2501029

988. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. október 2025.
Til máls tók:
RBS um dagskrárliði nr. 13 og nr. 15.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00