Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

257. fundur 16. desember 2025 kl. 15:00 - 18:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Húsnæðisáætlun 2026

2510035

Drög að Húsnæðisáætlun 2026 lögð fram til kynningar.

Hrefna Rún Ákadóttir yfirfélagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið og kynnti þann hluta húsnæðisáætunar sem snýr að velferðar- og mannréttindasviði.

Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Hrefnu Rún fyrir góða kynningu.

2.Samræmd móttaka flóttafólks- Samningur 2026

2511029

Meðfylgjandi eru viðbrögð ráðuneytisins við þeim athugasemdum, sem hafa borist frá einstaka sveitarfélögum, varðandi viðaukann:



Nokkur sveitarfélög hafa gert athugasemdir við tillögur ráðuneytisins um að gerð verði breyting á 7. gr. samningsins í samræmi við reglugerð nr. 1137/2025, um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017. Breytingin felur í sér að þegar notandi hefur þegið boð um að setjast að í tilteknu sveitarfélagi skal viðkomandi hefja búsetu í sveitarfélaginu innan fjögurra vikna frá því að hann hefur þegið boð sveitarfélagsins um móttöku. Þá ber þjónustusala að tryggja, eins og kostur er, að notanda standi til boða húsnæði til leigu að jafnaði innan fjögurra vikna frá því að hann hefur þegið boð sveitarfélagsins um móttöku. Sveitarfélögin hafa bent á að á grundvelli reynslu sé talið óraunhæft að sveitarfélögin geti verið búin að veita fyrsta viðtal og aðstoða fólk við að finna húsnæði sem það geti flutt í innan þessara tímamarka.



Vinnumálastofnun hefur greint ráðuneytinu frá því að stofnunin sé í breytingarfasa innanhúss með vinnslu fyrstu viðtala og sú vinna sé á lokametrum. Breytingin feli í sér að þjónustuteymi umsækjenda um alþjóðlega vernd muni taka umrædd viðtöl og gert sé ráð fyrir að með þeirri breytingu sé hægt að vinna viðtölin hraðar og tilvísun til móttökusveitarfélags muni því berast fyrr en áður. Að öðru leyti gerir ráðuneytið ráð fyrir að hafi móttökusveitarfélag ekki náð að útvega leiguhúsnæði innan fjögurra vikna frá verndarveitingu viðkomandi, dvelji hann á gistiheimili þar til honum hefur verið útvegað leiguhúsnæði. Sveitarfélagið getur svo sótt um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna gistiheimilisins á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga að öðrum skilyrðum uppfylltum.



Þá mun Vinnumálastofnun vera í samskiptum við einstaka sveitarfélög vegna athugasemda sem bárust varðandi paranir í samræmda móttöku.



Vegna athugasemda nokkurra sveitarfélaga um kostnaðarlíkanið, sem er fylgiskjal samningsins, vill ráðneytið árétta að greiðslurnar taka mið af gildandi kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands við Samninganefnd ríkisins, launaflokkur 14, þrep 4. Engar breytingar verða gerðar á kostnaðarlíkaninu.



Fram kom ósk um að greiðslur fyrir þjónustu samkvæmt samningnum verði mánaðarlegar en ekki ársfjórðungslega. Ráðuneytið leggur til að gerð verði eftirfarandi breyting á samningnum með III. viðauka:



Í stað orðsins "ársfjórðungslega" í 1. mgr. 2. gr. samningsins kemur: mánaðarlega.
Lagt fram til kynningar.

3.Skammtímadvöl á Vesturlandi

2510121

Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur verið veitt umboð til að skoða möguleika á sameiginlegum rekstri skammtímadvalar á svæðinu.



Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu.



Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar var lögð fyrir ráðið 22. október sl. og bókaði velferðar- og mannréttindaráð að það væri jákvætt gagnvart undirritun viljayfirlýsingar um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálp um uppbyggingu skammtímadvalar.



Þann 4. desember sl. voru fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar boðaðir til fundar að Holti með það að markmiði að undirrita viljayfirlýsinguna. Ekki komust fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum og var Akranes þar á meðal.



Er viljayfirlýsingin lögð fram og kallað eftir formlegri afstöðu ráðsins til undirritunar.
Velferðar- og mannréttindaráð er ekki einhuga um undirritun viljayfirlýsingarinnar. Meirihluti ráðsins (KHS og EB) er á móti undirritun, en minnihlutafulltrúi (AEE) er fylgjandi undirritun.

Meirihluti velferðar- og mannréttindaráðs ítrekar jákvæða afstöðu sína til samvinnu við Þroskahjálp á Vesturlandi og önnur sveitarfélög á Vesturlandi um rekstur skammtímadvalar eins og fram kom á fundi ráðsins þann 22. október. Meirihluti gerði athugasemd við viljayfirlýsinguna og óskaði eftir breytingu á henni fyrir undirritun þar sem farið var fram á að staðsetning fyrirhugaðrar skammtímadvalar yrði hluti af starfi verkefnahópsins. Ekki var fallist á þá breytingu. Meirihluti velferðar- og mannréttindaráðs getur því ekki skrifað undir viljayfirlýsinguna óbreytta.
Við teljum ekki tímabært að skuldbinda sveitarfélagið við tiltekna staðsetningu, þ.e. Holt, að svo stöddu en leggjum áherslu á að frekari greining fari fram áður en ákvörðun er tekin.
Velferðar og mannréttindaráð hefur um tíma stefnt að uppbyggingu skammtímadvalar á Akranesi.
Meirihluti velferðar- og mannréttindaráðs er opinn fyrir því að ræða framtíðaruppbyggingu skammtímadvalar á Vesturlandi þar sem staðsetning verði einnig rædd.


Bókun frá fulltrúa framsóknar og frjálsra:
Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 22. október en þar var eftirfarandi bókun samþykkt. „Velferðar- og mannréttindaráð er jákvætt gagnvart undirritun viljayfirlýsingar um að skoðaðar verði lausnir um uppbyggingu skammtímadvalar í samvinnu við Þroskahjálp á Vesturlandi og önnur sveitarfélög á Vesturlandi.“ Því kemur sú stefnubreyting sem nú hefur orðið hjá fulltrúum meirihlutans virkilega á óvart. Fulltrúi framsóknar og frjálsra í velferðar- og mannréttindaráði leggur áherslu á mikilvægi þess að Akraneskaupstaður verði virkur þáttakandi í samráði og samvinnu um uppbyggingu skammtímardvalar á Vesturlandi. Unnið hefur verið markvisst að uppbyggingu og útfærslu skammtímadvalar allt þetta kjörtímabil. Þetta skref er því mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Hafa skal í huga að eitt þarf ekki að útiloka annað og því mikilvægt að áfram verði unnið að uppbyggingu á Akranesi svo hægt sé að mæta ólíkum þörfum skjólstæðinga þjónustunnar.

4.Farsældarráð Vesturlands

2509060

Velferðar- og mannréttindaráð gerir tillögu til bæjarstjórnar um fulltrúa úr ráðinu til setu í Farsældarráði Vesturlands.
Velferðar- og mannréttindaráð gerir það að tillögu sinni að Kristinn Hallur Sveinsson verði fulltrúi fyrir hönd ráðsins og Akraneskaupstaðar í Farsældarráði Vesturlands og Einar Brandsson verði til vara.

5.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024

2401211

Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar var boðin út. Frestur útboðsins rann út 8. des. sl. Eitt tilboð barst er það lagt fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00