Fara í efni  

Bæjarráð

3612. fundur 04. desember 2025 kl. 08:15 - 11:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Reglur 2026 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2512021

Framlagning reglna um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi vegna ársins 2026.
Bæjarráð samþykktir reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2026 og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

2.Höfði - Fjárhagsáætlun 2026-2029.

2511024

Stjórn Höfða samþykkti fjárhagsáætlun vegna ársins 2026 og vegna tímabilsins 2027 til og með 2029 við síðari umræðu þann 17. nóvember sl. og vísað henni til samþykktar eignaraðila.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 3 og nr. 4.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þriðjudaginn 9. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.

2507075

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. nóvember 2025 að leggja til grundvallar endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og vegna tímabilsins 2027 til og með 2029 við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar.

Sigurður Páll Harðarson situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þriðjudaginn 9. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

4.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.

2505217

Á fundi sínum þann 27. nóvember 2025 var tekið fram að málið yrði til áframhaldandi úrvinnslu á fundi bæjarráðs þann 4. desember sem væri lokafundur bæjarráðs fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun sem fram færi þann 9. desember 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2027 til og með 2029 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þriðjudaginn 9. desember næstkomandi.

Samþykkt 2:1, RBS er á móti

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

5.Tækifærisleyfi - Jólaball 26.12.2025 og áramótaball 01.01.2026

2511117

Tækifærisleyfi - Jólaball 26.12.2025 og áramótaball 01.01.2026 í Íþróttahúsinu á Vesturgötu.

Gert er ráð fyrir að viðburðirnir standi annars vegar frá kl. 22:00 þann 26. desember til kl. 04:30 þann 27. desember nk. og hins vegar frá kl. og hins vegar frá kl. 00:30 - 04:30 þann 1. janúar nk.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til 4. desember 2025.

Katla Bjarnadóttir forsvarsmaður umsækjanda situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og Daníel Glad Sigurðsson forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar og Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri en sá síðasnefndi situr einnig fundinn undir dagskrárlið nr. 6.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að viðburðirnir fari fram í íþróttahúsinu að Vesturgötu og samtal hefur þegar átt sér stað á milli viðburðarhaldara og forstöðumanns íþróttamála- og íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar um þann þátt. Hvað varðar tímasetningarnar þá heyrir til undantekninga á Akranesi að viðburðir standi svo lengi sem óskað er eftir þ.e. til kl. 04:30 og í dæmaskyni má nefna að Þorrablót Skagamanna, sem jafnan hefur verið í þessu mannvirki, hefur verið til kl. 03:00. Varðandi nýársfögnuðinn þá eru vissulega sérstakar aðstæður uppi þá sem hefð er fyrir að fólk sé jafnan heimavið þar til fram yfir miðnætti og skjóti upp flugeldum. Bæjarráð fellst því á að viðburðurinn um áramótin standi til kl. 04:30 en að viðburðurinn þann 26. desember standi til kl. 04:00 aðfararnótt þess 27. desember nk.

Bæjarráð tekur fram að í vinnslu er umsögn slökkviliðsstjóra sem er í góðu samtali við viðburðarhaldara varðandi þær kröfur sem uppfylla þarf. Einn þáttur þess er fyrirhuguð notkun viðburðarhaldara á "reykvélum en slíkt kallar á öryggisvakt að hálfu slökkviliðsins þar sem aftengja þarf tímabundið eldvarnarkerfi hússins. Vandkvæði gætu verið á að ná manna slíka vakt á þessum hátíðisdögum þar sem á sama tíma er stór hluti slökkviliðsmanna á bakvakt.

Að öðru leyti en að framan greinir er umsögn bæjarráðs jákvæð, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt 3:0

Gestir víkja af fundi.

6.Slökkviliðsmenn - styrkeiðni vegna björgunarsýningu í Þýskalandi júní 2026

2511011

Erindi Félags slökkviliðsmanna vegna fyrirhugaðrar ferðar til Þýskalands í júní 2026.

Hvalfjarðarsveit afgreiddi erindið á fundi sínum nr. 431, þann 12. nóvember 2025 (dagskrárliður nr. 6). Veittu kr. 30.000 á hvern starfsmann sem fer í ferðina en það er sama styrkfjárhæð og veitt hefur verið vegna annarra sambærilega fræðsluferða starfsfólks Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til félagsins vegna ferðarinnar samtals að fjárhæð kr. 500.000 sem ráðstafað verði af deild 20830-4995 á árinu 2026.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð tekur fram að ráðningarform almennra slökkviliðsmanna er frábrugðið hefðbundnu ráðningaformi annarra starfsmanna sveitarfélagsins sem m.a. leiðir til þess að styrkmöguleikar viðkomandi starfsmanna og reyndar einnig fyrir launagreiðanda eru mun takmarkaðri í fjárhæðum en almennt tíðkast.

Jens Heiðar Ragnarson víkur af fundi.

7.Fyrirspurn um kaup á Suðurgötu 57 og lóð Suðurgötu 47.

2510186

Uppfært erindi forsvarsmanna Hraun 900 Fasteignafélags ehf. dags. 27. nóvember 2025.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

8.Úthlutun lóðar Sementsreitur A og B

2509058

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. september 2025 (fundur nr. 3602) að lóðirnar á Sementsreit, A og B reit, færu í hefðbundna úthlutun skv. reglum Akraneskaupstaðar. Þá samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 9. október 2025 (fundur 3604) fjárhæðir gatnagerðargjalds og byggingarréttargjalds fyrir mismunandi tegundir húsbygginga (utan þjónustugjalda).

Auglýsingafrestur var til kl. 12:00 þann 27. nóvember sl.

Alls bárust tvær umsóknir um lóðir, ein vegna Jaðarsbrautar 18 og ein vegna Óðinsgötu 6.
RBS víkur af fundi og SAS tekur sæti á fundinum í hans stað.

Bæjarráð samþykkir úthlutun vegna Jaðarsbrautar 18 til Jóns Inga Kjartanssonar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir úthlutun vegna Óðinsgötu 6 til 2 Gómar ehf.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins (formleg tilkynning til umsækjanda ásamt nauðsynlegum fylgigögnum o.fl.).

Aðrar lóðar sem tilheyra A og B reit fara á listann yfir lausar lóðir Akraneskaupstaðar á lóðavefnum 300akranes.is en eftir að lóðir fara á þann lista geta áhugasamir sótt um lóð og þá gildir reglan: "Fyrstur kemur, fyrstur fær" að uppfylltum öðrum skilyrðum.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð óskar umsækjendum til hamingju með úthlutunina og óskar þeim velgengi í væntanlegri uppbyggingu.

SAS víkur af fundi og RBS tekur sæti á nýjan leik.

9.Sementsreitur útboð á byggingarrétti C4 og E

2505171

Bæjarráð samþykkti á fundinum þann 25. september 2025 (fundur nr. 3603) að úthlutun lóðanna á reit C4 og E yrðu samhliða úthlutun lóða á reitum A og B. Þá samþykkti bæjarráð á fundi sinum þann 9. október 2025 (fundur nr. 3604) fjárhæð gatnagerðargjalds og byggingarréttargjalda (utan þjónustugjalda) fyrir mismunandi tegundir lóða.

Umsóknarfrestur var til kl. 12:00 þann 27. nóvember sl.



Engar umsóknir bárust.
Lóðirnar á reitum C4 og E fara á listann yfir lausar lóðir Akraneskaupstaðar á lóðavefnum 300akranes.is, en eftir að lóðir fara á þann lista geta áhugasamir sótt um lóð og þá gildir reglan: "Fyrstur kemur, fyrstur fær" að uppfylltum öðrum skilyrðum.

Samþykkt 3:0

10.Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar - endurskoðun

2510014

Endurskoðun á reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar hefur staðið yfir og voru drög síðast lögð fyrir velferðar- og mannréttindaráð þann 01.10.25 þar sem fram komu ábendingar sem starfsfólki var falið að vinna áfram. Þeirri vinnu er nú lokið og drögin lögð fram að nýju.

Á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 02.12.25 samþykkti ráðið fyrirliggjandi drög að reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarráði.

Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 11 og nr. 12.
Bæjarráð óskar eftir frekari rýningu reglnanna og felur sviðsstjórum velferðar- og mannréttindaráðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir að reglurnar komi að nýju fyrir bæjarráð á næsta fund ráðsins sem verður þann 11. desember nk.

Samþykkt 3:0

11.Heilsuefling eldra fólks

2402299

Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt að stuðla að heilsueflingu eldra fólks, enda samræmist það markmiðum heildarstefnu Akraneskaupstaðar um farsælt samfélag og samningi um heilsueflandi samfélag þar sem meðal annars er lögð áhersla á jöfnuð til heilsu. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að veittur verði styrkur til ÍA að upphæð 7.7 millj. kr. fyrir árið 2026 og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.
Bæjarráð bendir á að þegar er gert ráð fyrir fjármunum til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2026 sem bæjarráð hefur, sbr. dagskrárlið nr. 4, vísað til málsmeðferðar bæjarstjórnar og er til afgreiðslu þriðjudaginn 9. desember nk.

Bæjarráð telur rétt að verkefnið í heild sinni verði hluti af fyrirhugaðri endurskoðun samnings Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags ÍA frá árinu 2022 en samningurinn rennur út í lok næsta ár.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá.

12.Heilsuefling fatlaðs fólks

2501132

Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt að stuðla að heilsueflingu fullorðins fatlaðs fólks, enda samræmist það markmiðum heildarstefnu Akraneskaupstaðar um farsælt samfélag og samningi um heilsueflandi samfélag þar sem meðal annars er lögð áhersla á jöfnuð til heilsu. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir verkefnið sem tilraunaverkefni til eins árs og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026 en leggur mikla áherslu á að verkefninu verði fundinn farvegur til framtíðar.
Bæjarráð bendir á að í fjárveitingu sem gert er ráð fyrir í dagskrárlið nr. 11 sé rými til að standa straum af tilraunaverkefni því sem velferðar- og mannréttindaráð vill koma á til heilsueflingar fatlaðs fólks.

Samþykkt 3:0

Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00