Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

274. fundur 03. desember 2025 kl. 16:00 - 17:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu um samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

2511183

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vinnur að innleiðingu á nýjum Nemendagrunni, miðlægum gagnagrunni sem heldur utan um samræmda skráningu barna á skólaskyldualdri í grunnskóla fyrir landið allt. Markmiðið er að tryggja réttar upplýsingar fylgi hverju barni í gegnum alla skólagöngu þess frá leikskóla til framhaldsskóla og áfram í námi og þjálfun.



Til að tryggja árangursríka innleiðingu öllum til heilla er óskað eftir því að sveitarfélögin samþykki öll sem eitt sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla sem hér segir:



Innritun í 1. bekk grunnskóla: 1. febrúar - 31 mars

Umsókn um skólaskipti innan/milli sveitarfélaga: 1. febrúar - 30. apríl

Umsókn um sjálfstætt starfandi skóla: 1. febrúar - 30. apríl

Umsókn um sérdeild og umsókn um sérskóla: 1. febrúar - 31. mars

Umsókn um áframhaldandi skólavist: 1. febrúar - 31. mars
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrir hönd Akraneskaupstaðar sameiginlegt tímabil innritunar og umsókna í grunnskóla, í samræmi við erindi frá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu dagsett 17. nóvember 2025.

2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2026

2512014

Lagt er til að bæjarstjórnarfundur unga fólksins fari fram þriðjudaginn 17. febrúar 2026.
Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagða tillögu.

3.Leikskólamál - Valkostagreining 2025

2511082

Sviðsstjóri leggur fram tillögu um að fulltrúar af skóla- og frístundasviði og skipulags- og umhverfissviði vinni áætlun um framtíðarskipulag leikskólahúsnæðis í samvinnu við skóla- og frístundaráð og leikskólastjóra.
Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00