Fara í efni  

Vatnsrannsóknir á grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga - uppfært

Í gangi hefur verið að beiðni Akraneskaupstaðar könnun á jarð- og grunnvatnsaðstæðum á Neðri Skaga eftir að ábendingar bárust um hátt grunnvatnsyfirborð á svæðinu.

Framkvæmd könnunar hefur verið í höndum verkfræðistofunnnar Verkís. Fyrstu niðurstöður benda til þess að með tilliti til þeirra gagna sem aflað hefur verið í sumar, rannsókna sem gerðar hafa verið á jarðlögum og grunnvatni á Akranesi, ásamt yfirferð á öðrum gögnum frá veðurfari og mælingum Veitna, telst há grunnvatnsstaða í sumar vera vegna mikillar úrkomu fyrrihluta árs. Síðast mældist meiri úrkoma á þessu tímabili árið 2017 og þar á undan árið 2012.

Starfsmenn Verkís mæla með áframhaldandi vöktun á grunnvatni með síritum og efnagreiningu vatns til að afla nánari upplýsinga og mögulegan uppruna vatnsins og grunnvatnsrennsli á svæðinu. Akraneskaupstaður leggur áherslu á að kannaðar verði betur mögulegar ástæður hás grunnvatnsborðs norðvestan við Vesturgötu

og við Krókalón auk þess sem leitað verði skýringa á háu hitastigi grunnvatns í bænum.

Meðfylgjandi er hlekkur á skýrslu Verkís með fyrstu niðurstöðum.

Skýrsla vegna grunnvatnsathugunar

Viðaukar


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00