Fara í efni  

Átt þú muni í gamla Landsbankahúsinu?

Eins og flestum íbúum er kunnugt um var gamla Landsbankahúsið við Akratorg selt á dögunum, en það mun í framtíðinni hýsa hótel og veitingastað.

Ýmis búnaður og aðrir hlutir eru í húsnæðinu sem nú er unnið að því að tæma, en ekki er vitað hverjir eru eigendur að því öllu.

Hugsanlegum eigendum býðst að hafa samband við rekstrarstjóra í síma 433-1054 eða að senda póst á akranes@akranes.is til að fá aðgang að húsinu til að nálgast eigur sínar.

Fólk er vinsamlegast beðið að bregðast skjótt við beiðninni því allur búnaður og aðrir hlutir sem ekki hafa verið fjarlægðir þann 27. janúar næstkomandi verða fjarlægðir og þeim fargað.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu