Fara í efni  

Deiliskipulagi lokið - breytingu deiliskipulags Smiðjuvalla á Akranesi

Yfirlitsmynd af Akranesi
Yfirlitsmynd af Akranesi

Uppfært 3. september 2015: Deiliskipulag Smiðjuvalla er lokið með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðind þann 27. mars 2015. 


Uppfært 17. mars 2015: Kynningarferli að tillögum um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla lauk 27. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust. Bæjarstjórn Akraness samþykkti deiliskipulagið 10. mars og bíður nú skipulagið birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. 


Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóðanna Kalmansvalla 6 og Smiðjuvalla 3. Um er að ræða að skipta lóð Smiðjuvalla 3 og stækka lóð nr. 6 við Kalmansvelli, nýtingarhlutfall lóðanna er óbreytt eða 0,5. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 frá og með miðvikudeginum 21. janúar til og með föstudeginum 27. febrúar 2015. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudeginum 27. febrúar 2015. Skila skal athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið akranes@akranes.is

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00