Fara í efni  

Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana

Mynd tekin við afhendingu gripsins fyrr í dag.
Mynd tekin við afhendingu gripsins fyrr í dag.

Virkjum hæfileikana, alla hæfileikanaGuðrún Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi, Þórdís Ingibjartsdóttir atvinnumálafulltrúi frá Fjöliðjunni og Thelma Sigurbjörnsdóttir forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vesturlands mættu á skrifstofu bæjarstjóra í dag og afhentu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra grip sem er til þess gerður að minna á verkefnið „Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana“. Verkefnið snýst um að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Með þeim Guðrúnu, Þórdísi og Thelmu voru einnig Böðvar Guðmundsson sem starfar í Leikskólanum Akraseli og Borghildur Ósk Bjarnadóttir sem starfar í Fjöliðjunni en þau hafa bæði tekið þátt í verkefninu. Um er að ræða samstarf Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálp. Í verkefninu felast möguleikar á stuðningi við ráðningu á starfsfólki frá starfsráðgjöfum Vinnumálastofnunar.  

Hægt er að lesa til um verkefnið á fésbókarsíðu þess, Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana

Ljósmynd frá vinstri: Sveinborg Kristjánsdóttir, Thelma Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Böðvar Guðmundsson, Jón Hrói Finnsson, Þórdís Ingibjartsdóttir, Borghildur Ósk Bjarnadóttir og Regína Ásvaldsdóttir. 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00