Fara í efni  

Útivistartími barna breytist í dag

Reglur um útivistartíma barna eru árstíðabundnar og taka breytingum 1. september og 1. maí ár hvert. Á skólatíma, 1. september til 1. maí mega 12 ára börn og yngri lengst vera úti til kl. 20 en 13–16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22. Aldur miðast við fæðingarár.

Rannsóknir hafa sýnt að í forvörnum skipta fjórir þættir einna mestu máli, en oft er talað um hina verndandi þætti í því samhengi. Að virða útivistarreglur, samvera með foreldrum, þátttaka í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra og að foreldrar viti hvar börnin þeirra eru á kvöldin og um helgar.

Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga. Bregða má út af reglunum þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13–16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla- íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

SAMAN-hópurinn hefur um árabil hvatt foreldra til að kynna sér reglur um útivistartíma barna og unglinga og virða hann. Útivistartíminn er ekki síst mikilvægur eftir að skóli hefst enda er nægur svefn ein lykilforsenda þess að börnum og unglingum farnist vel.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00