Fara í efni  

Unnið hefur verið að lausn á skorti á dvalarplássum hjá dagforeldrum

Í byrjun ágústmánaðar kom í ljós að starfsemi tveggja dagmæðra á Akranesi verður ekki eins og til stóð næsta vetur. Önnur dagmæðranna ákvað með litlum fyrirvara að hverfa til annarra starfa en hins vegar fékkst ekki leyfi til að starfrækja dagvistun tveggja dagmæðra í sama fjölbýlishúsinu og því fækkaði um aðra dagmóðir af þeim sökum. Þar með missa níu börn dagforeldrapláss.

Þessar kringumstæður hafa sett stöðu foreldra barnanna sem áttu dvalarpláss í mikið uppnám og hafa síðustu dagar farið í að leita lausna sem er nú vonandi komin. Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi þann 16. ágúst sl. að elstu börn ársins 2016 verði boðin dvöl á leikskóla með það að markmiði að skapa pláss hjá nokkrum dagforeldrum. Úrvinnslan var í samvinnu við foreldra og dagforeldra ásamt leikskólastjórum. Þeir foreldrar yngri barnanna sem misstu dvalarpláss hjá dagforeldrunum hafa nú fengið upplýsingar um laus pláss. Akraneskaupstaður bindur vonir um að þessi aðgerð geri börnum sem misstu dvalarplássin sín kleift að komast til dagforeldris næsta vetur. Áfram er unnið að því að móta tillögu fyrir bæjarráð sem miðar að því að taka börn almennt fyrr inn í leikskóla en áður hefur tíðkast hjá Akraneskaupstað. Stefnt er að leggja tillöguna fyrir 1. september í  bæjarráð Akraness.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00