Tjaldsvæðið á Akranesi
		
					19.05.2021			
										
	Tjaldsvæðið á Akranesi við Kalmansvík er nú opið. Þar er aðstaða góð fyrir ferðafólk, hvort sem ferðast er á hverskonar húsvögnum eða með tjöld.
Rafmagnstengingar eru margar og í þjónustuhúsi eru sturtur og snyrtingar auk þess sem hægt er að nýta þvottavél og þurrkara gegn vægu gjaldi. Einnig er þráðlaust internet á tjaldsvæðinu.
Tjaldsvæðið er staðsett á norðanverðu Akranesi, ofan við sandfjöruna í Kalmansvík, þaðan er einstakt útsýni yfir Snæfellsjökul. 
Frá tjaldsvæðinu er falleg gönguleið meðfram strönd sem liggur að Elínarhöfða og Höfðavík og alveg út á Innstavogsnes. 
Stutt er í verslanir og þjónustu við tjaldsvæðið 
					

 
 



