Tafir í losun grenndargáma
26.08.2025
Almennt - tilkynningar
Kæru íbúar.
Vegna bilunar hjá Terra verður ekki hægt að losa gámana fyrir pappa á grenndarstöðvum bæjarins næstu daga. Vonir standa til að hægt verði að losa þá fyrir helgi, en þangað til bendum við íbúum á móttökusvæði Gámu við Höfðasel þar sem gjaldfrjálst er að losa sig við allt að tveimur rúmmetrum af pappír eða pappa.
Nánari upplýsingar um opnunartíma á móttökusvæðinu og fleira má finna með því að smella hér.