Tafir í Hvalfjarðargöngum vegna viðhalds
31.08.2025
Almennt - tilkynningar
Vegna viðhaldsvinnu í Hvalfjarðargöngum dagana 1.–5. september og aftur 8.–12. september, má búast við umferðartöfum. Vinna fer fram á kvöldin frá klukkan 21:00 til 06:00 að morgni næsta dags. Fylgdarakstur verður í göngunum á meðan vinnu stendur. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega og virða merkingar við vinnusvæðið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, www.umferdin.is.